Færsluflokkur: Bloggar

Er viðskiptahalli stórlega ofmetinn?

Er hugsanlegt að tölur Seðlabankans um mikinn viðskiptahalla geti verið stórlega ofmetnar. Það verður að segjast að ef tölur bankans væru réttar væri hér allt á öðrum endanum í atvinnulífinu, fjöldi fyrirtækja væri á vonarvöl og lánstraust íslenskra banka og íslenska ríkisins væri á við það sem gerist meðal þróunarlanda. En er staðan svo í raun og veru?

Segjum sem svo að raunverulegur viðskiptahalli sé jafnvel innan við helmingur af því sem fram hefur komið, væri það vissulega mikill viðskiptahalli en langt í frá óviðráðanlegur í ljósi mikilla fjárfestinga í íslensku atvinnulífi á síðasta ári.

Seðlabankinn á að hafa forgöngu um að koma fram með tölur sem skýra betur raunverulega stöðu íslenska þjóðarbúsins,  með því að meta raunvirði fjárfestinga Íslendinga erlendis og setja fram talnaefni um söluhagnað og aðrar verðbreytingar á erlendum eignum og skuldum.

 

 


Gleðilegt sumar

Óska ykkur öllum gleðilegs sumars Cool  


Verðbólgan lækkar enn

 

Hagstofan hefur birt nýjar verðbólgumælingar. Þar kemur fram að verðbólga hefur ekki verið lægri í meira en ár. Ársverðbólga er núna 5,3% og lækkar annað mánuðinn í röð. Horfur eru á að verðbólgan lækki enn frekar á næstunni.

 

Sjá nánar hér: http://www.hagstofa.is/?PageID=95&NewsID=2093


Árangur áfram - ekkert stopp!

Er við framsóknarmenn kynntum okkar stefnuskrá má augljóslega sjá að við ætlum að halda áfram á framabraut, fái Framsóknarflokksins til þess umboð þjóðarinnar. Erindi flokksins við íslensku þjóðina er brýnna nú en nokkru sinni fyrr því við veljum árangur áfram og ekkert stopp.

Framsóknarmenn vilja stuðla að áframhaldandi vexti og stöðugleika í efnahagslífinu því einungis þannig verði stuðlað að blómlegra mannlífi, kjör þeirra sem minna mega sín bætt.

Við framsóknarmenn viljum hlúa að menntun barnanna okkar og renna styrkari stoðum undir byggðir landsins.

Ágætur bloggvinur hefur tekið út úr kosningastefnuskránni mál sem eru tengd beint við börn og velferð þeirra:

  • Ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.
  • Lengja fæðingarorlof í 12 mánuði.
  • Vinna að styttingu vinnutíma og auknum sveigjanleika í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.
  • Draga enn frekar úr tekjutengingum barnabóta.
  • Lækka virðisaukaskatt á lyfjum og barnavörum 24,5% í 7%.
  • Auka þátttöku hins opinbera í nauðsynlegum ferðakostnaði sjúklinga.
  • Fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir unga fíkla.
  • Efla enn frekar allar forvarnir og vinna að bættri lýðheilsu þjóðarinnar
  • Gjaldfrjáls leikskóli.
  • Aukin samvinna milli skólastiga.
  • Tengja íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf skóladeginum.
  • Fjölbreyttir framhaldsskólar þar sem starfsnámi er gert hátt undir höfði.
  • Sporna við brottfalli nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsskólum.
  • Efla náms- og starfsráðgjöf til að vinna gegn brottfalli nemenda.
  • Tryggja að nám og starfsreynsla erlendis sé metin að verðleikum.
  • Tryggja jarðveg fyrir áframhaldandi þróun og grósku í skólastarfi.
  • Auka fræðslu sem eykur skilning og eyðir fordómum í samfélaginu.
  • Vaxtabætur verði hækkaðar.
  • Húsaleigubætur verði hækkaðar.
  • Tryggja jafnan rétt allra til þátttöku í íþróttum og tómstundum
  • Koma á sjóði til að efla starf sveitarfélaga í íþrótta- og tómstundamálum.
  • Bæta fagmenntun leiðbeinenda í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
  • Skapa íþróttahreyfingunni aðstæður til að sinna uppeldis-, forvarna- og félagshlutverki sínu.
  • Stefna að því að auka fjármagn og mannafla lögreglu og tryggja þannig að aðbúnaður lögreglu til að sinna verkefnum sínum verði ávallt eins og best verður á kosið.
  • Skapa lögreglunni skilyrði til að sinna aukinni grenndargæslu og forvarnastarfi.
  • Vinna skipulega gegn starfsemi glæpahringja hér á landi, m.a. til að koma í veg fyrir aukinn innflutning fíkniefna og mansal.
  • Herða baráttuna gegn fíkniefnum, innflutningi þeirra, dreifingu og notkun.
  • Koma á fót ungmennadómstóli sem beitt geti meðferðarvistun í stað fangelsisrefsingar.
  • Hækka þróunaraðstoð í 0,35% af vergri landsframleiðslu eigi síðar en 2009 og í 0,7% árið 2015 í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna.
  • Að verkefni Íslensku friðargæslunnar verði einungis borgaralegs eðlis og til hennar veljist jafnt konur og karlar.
  • Auka áherslu á starf innan stofnana Sameinuðu þjóðanna, t.d. Barnahjálpar SÞ (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur (UNIFEM).

En svo að þessi mál og önnur geti orðið að veruleika, þarf árangur áfram.  Stopp á framþróun og hag fólks er ekki í orðabók.  Við framsóknarmenn segjum því:

Árangur áfram - ekkert stopp!


Erilsöm en viðburðarrík helgi

Helgin er búin að vera mjög erilsöm og viðburðarrík.  Byrjaði á því eftir vinnu á föstudag að mæta í mjög svo skemmtilegt afmæli hjá Oddu frænku (Frú Oddnýju G. Harðardóttur Bæjarstjóra í Garði)  Odda frænka varð sem sé 50 ára á annan í páskum.(enn .það trúir því engin hún lítur svo vel út)  Held ég hafi ekki farið í skemmtilegra afmæli.  Veislustjórarnir 3 fóru á kostum og ekki voru skemmtiatriðin að verri endanum.  Ásta Björk og Inga Lilja sungu fyrir mömmu sína, Eiríkur söng til konu sinnar og svo mættu Víkingarnir einnig og sungu fyrir afmælisbarnið.  Dæja frænka var með smá ávarp í máli og myndum.  Takk Odda fyrir frábæra skemmtun.

 

Tók daginn snemma á laugardaginn, átti eftir að baka fyrir opnun kosningaskrifstofu okkar Framsóknarmanna í Reyjanesbæ.  Klukkan 1 fór ég svo í myndatöku fyrir kosningablaðið okkar.  Var svo mætt í opnun á Kosningaskrifstofunni kl 2.  Margt var um manninn og góðar kökur runnu ljúft niður.

Fór svo með mömmu á opnun á nýrri og bættri Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Hitti þar marga mæta menn.

 

Á sunnudaginn mættum við Einar minn á opnun kosningaskrifstofu Famsóknar á Selfossi.  Við komust að því að það þarf nauðsynlega að stækka Framsóknarhúsið, því það var troðfullt á opnuninni.  Allir svo hressir og kátir og ekki skemmdu veitingarnar fyrir.  Fer bara í megrun 13. maí Halo


Opnun kosningaskrifstofu fyrir Suðurnesin

Laugardaginn 14 apríl nk. kl 14:00, verður kosningaskrifstofa okkar Framsóknarmanna á Suðurnesjum opnuð að Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ.

Hvet alla til að koma við opnunina.

Ungir Framsóknarmenn ætla að hittast á föstudagskvöldið 13 apríl í Grindavík.  G- stengirnir spila fyrir gesti.  Allir að mæta í Grindavíkina.

xB


Engin tilefni til framboðs?

 

Hver man ekki eftir þessu?

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði haustið 2002:  „Ég hef vegið og metið þessi mál með sjálfri mér og í samræðum við aðra á síðustu dögum. Ég hef meðal annars hugleitt stöðuna út frá þeim skuldbindingum sem ég hef tekist á hendur fyrir kjósendur Reykjavíkurlistans og þeim markmiðum sem ég hef sett mér í starfi borgarstjóra. Niðurstaða mín er sú að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um."

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði vorið 2002:  „Ég er ekki á leið í þingframboð að ári" og kosningadaginn sagði hún:  „Já, ég fullyrði algerlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári. Það er alveg ljóst."

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór að lokum í framboð í desember 2002 og sagðist vera trúverðugur stjórnmálamaður.

 


Silfur Egils og afsögn Ingibjargar Sólrúnar?

 

Egill Helga skrifar í gær um pólitísk blogg sem eitra umræðuna og vitnar hann til skrifa Oliver Kamm í Guardian um að bloggið tröllríði hinum pólitíska heimi, og svo spyr hann sig hvort að þetta sé eitthvað sem við, Íslendingar, þurfum að hugsa um.  Það er svo sem ástæða til að staldra við og hugleiða þetta.

 

En hvað gerir svo Egill sjálfur, hann jú finnur skrif á síðu en sem er alls ekki nafnlaus!  En  öðru heldur hann fram hér:

 

„Og svo er það skítkastið. Allur óhróðurinn sem er settur fram um stjórnmálamenn og opinberar persónur. Hér höfum við dæmi um þetta í hinni linnulausu ofsóknarherferð gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er stunduð á vefnum - einatt undir nafnleysi."

 

En smellið á þennan þráð og dæmið sjálf, get ekki betur séð betur en að þessi ágæti maður komi fram undir nafni.   http://sveinnhj.blog.is/blog/sveinnhjartar/entry/171664/

Það er nú bara sorglegt er svona reyndur fjölmiðlamaður fellur í þá gryfju að segja aðeins hálfsannleik, og eitra umræðuna, í viðleitni sinni við að búa til veröld SILFUR EGILS. 

 

Má maður annars ekki spá fyrir um afsögn Ingibjargar Sólrúnar?


Gleðilega páska

Óska ykkur öllum gleðilegrar páskahátíðar.

Pabbi 60 ára í dag

Hann pabbi minn á afmæli í dag, kallinn er orðin 60 ára.

Til hamingju með daginn gamli minn Wizard

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband