Færsluflokkur: Bloggar

Leynivinavika

Það er búin að vera leynivinaleikur hérna hjá okkur í vinnunni síðastu tvær vikurnar (þar sem við erum að vinna vaktavinnu ) og við áttum að gera eitthvað gott eða gefa leynivininum gjöf, allavega 2 sinnum. 

Ég var mjög ánægð þegar ég fékk umslagið með leynivini mínum, þar sem að hún á afmæli sama dag og mamma og þær eru með mjög líkan smekk.

Á fimmtudaginn þá fékk leynivinurinn minn lítinn sætan engil Smile 

Svo í morgun þá var ég fyrst og læddist með pakkann inn á borð.  Leynivinurinn minn fékk áfall þegar hún sá pakkann, ji ég fæ svona svakalega stóran pakka og hef bara verið að gefa eitthvað pínu pons.  Ég neita því ekki að það kom smá glott, enn ekki mikið HEHE

Þegar hún svo opnaði pakkann, sem innihélt inniskó, bók og nammi Tounge (Leynivinurinn minn er nefnilega að fara á spítala í næstu viku)  Þá segir hún: Ég veit sko alveg hver er leynivinurinn minn, Ég á sko besta leynivininn.   Við hinar vildum þá fá að vita hver það væri, Kemur ekki Leynivinurinn minn til mín og kyssir mig á kinnina og segir takk fyrir mig, þetta er æði.  Ég vissi sko alveg strax, við fyrst gjöfina það þetta varst þú.

Ég er ekki alveg búin að átta mig á því hver minn leynivinur er.  Í síðustu viku fékk ég svakalega flott kerti í jólavasa.  Svo í morgun fékk æðislega flotta inniskó (sokka) úr þæfðri ull og þeir voru náttulega í mínum litum, svörtu og bleiku.  Takk kæri leynivinur fyrir mig.Grin

 Meirihluti verslana hér í Flugstöðinni eru með leynivinaleik hjá sér og er ég búin að vera að sendast með pakka fyrir mömmu.  Þetta er bara gaman og þéttir hópinn.

Það á svo að koma í ljós á fimmtudaginn, hver á hvaða leynivin, en ég verð að bíða fram á föstudag til að vita hver er minn leynivinur, þar sem að ég þarf að vera á skólanefndarfundi á sama tíma.


Les einhver þetta blogg mitt???

Þegar ég var á Hvolsvelli um síðustu helgi kom til mín kona og sagðist alltaf lesa bloggið mitt reglulega en ég hefði nú ekki bloggað lengi.  Ég var nú ekki að pæla neitt mikið í því, hef ekki verið í miklu blogg stuði að undanförnu og jafnvel að hugsa um að hætta þessu bara. 

Núna á föstudaginn þegar ég var komin á Reykjavíkurflugvöll og var að bíða eftir fluginu mínu norður, kemur ein samferðar kona okkar og kynnir sig og talar um það að ég hafi nú ekki verið dugleg að blogga undanfarið, ja ég neita því ekki að þá fór maður að spá svolítið í því að það er kannski einhver sem er að fylgjast með þessu bloggi mínu, kannski maður fari nú að spýta í lófana og blogga.  Enn var nú kannski ekki að pæla neitt í þessu meir.

Á laugardagsmorgni fæ ég svo sms frá Álfhildi vinkonu minni þar sem hún bendi mér á að skoða síðuna http://www.123.is/lafur sem ég og gerði, og var þá ekki bara amman farin að blogga.  Ég sá það þá þar að ég sem var búin að vera með bloggsíðu frá því fyrr á þessu ári gat nú ekki verið eftirbátur ömmunar og skellti því inn smá færslu í hádeiginu í gær.  Sem betur fer.

Það var svo í kaffinu í gær að Birkir Jón vindur sér að mér og segir: Agnes ætlar þú ekki að fara að blogga?  Þið vitið ekki hvað ég var fegin þegar ég gat sagt honum að ég væri búin að því Tounge

Núna erum við Einar enn á Akureyri í þessu líka fína veðri, smá snjóföl yfir öllu, svoldið kalt en alveg blanka logn ( Það er nefnilega ALLTAF logn á Akureyri )  Aldrei að vita nema maður eigi eftir að búa hérna á norðurlandinu aftur, hver veit?

Ætla núna að fara aftur og njóta blíðunar hérna á Akureyri, á svo líka eftir að koma við á Kaffi Karólínu, hef ekki komið þangað í 10 ár og er búin að hlakka til frá því ég vissi að við yrðum hér þessa helgi.


Detti af mér allar dauðar.....

Hélt ég yrði ekki eldri í morgun, þegar ég frétti að amma Álfhildur væri mætt í bloggheima.  Já svo bregðast krosstré sem önnur tré hehe

Nú er bara um að gera að vera dugleg að blogga gamla mín.

Við Einar eru á Akureyri núna á miðstjórnarfundi Framsóknar, ásamt um 100 öðrum.  Núna er bara hálfur mánuður í að við hinn fjögur fræknu höldum til USA.  

Nú er komin pressa á að vera duglegri en amman að blogga svo kannski

 maður fari að spýta í lófanna...Tounge 

 

 

 


Allir á völlinn KR - Valur

Allir að mæta á völlinn og styðja Valskonur í dag kl 17

KR og Valur eigast við á KR velli í dag kl 17.  Þetta er sannkallaður úrslitaleikur þar sem bæði lið eru með 40 stig eftir 14 leiki.  Valur er þó með betra markahlutfall.

Áfram Valur


Víðir deildarmeistarar í 3. deild

Víðismenn komu heim með "dolluna" í gær eftir glæsilegan 2-0 sigur á Gróttu á Njarðvíkurvelli.

Uppskeruhátiðin var frábær í gær

Enn og aftur til hamingju strákar Smile

Það verður gaman að fylgjast með mínum mönnum í 2. deild næsta sumar


Víðir í úrslitaleikinn

Mínir menn eru búnir að tryggja sér sæti í 2. deild á næsta ári.  Á laugardaginn eiga þeir möguleika á að vinna 3 deildina.

Úrslitaleiknurinn gegn Gróttu verður á Njarðvíkurvelli Laugardaginn 8 sept kl:12:00

Hvet alla til að skella sér á völlin og styðja strákana okkar LoL


Lítil prinsessa

Lára systir og Óli, eignuðust sætustu prinsessuna í bænum í gær 17.07.07 kl 09.03.  Fæðingin gekk eins og í lygasögu, það er greinilegt að hún Lára er fædd í þetta hlutverk.

Prinsessan er 12 merkur og 48 cm og algjört æði.  Ég var sko fljót að fara og máta hana Wink  Prinsessan er að sjálfsögðu United aðdáandi eins og ég og mamma hennar Tounge Hún var ekki nema nokkra tíma gömul þegar hún var búin að fá fyrsta Manchester United búningin sinn Smile

Lára og Óli enn og aftur til hamingju með Prinsessuna.

 


Garðurinn hann er byggða bestur......

Fyrirsögnin er fengin að láni úr texta eftir Sigrúnu á Nýja landi.

Komst að því að A - landslið kvenna á ALLTAF að æfa í Garðinum.  Fyrir tvo síðustu leiki hafa þær æft í Garðinum og auðvitað var sigur í báðum leikjum

Þvílíka stemmingin á leiknum á fimmtudaginn Tounge maður gleymdi alveg að vera þreyttur, eftir 12 tíma vakt.

Helginni var svo bara eytt í rólegheitum.  Á laugardaginn fórum við Álfhildur á leik GRV á móti Leikni, og fór hann 4-1 fyrir GRV.  Um kvöldið kíktum við Einar á Sverri og Stínu í nýju íbúðinni þeirra, það var bara gaman að koma til þeirra.  Nú er bara að bíða eftir innflutningspartýinuTounge  Sunnudeginum var svo eytt í leti, þangað til mamma mætti á svæðið með dýrindis lambakjöt.  Familyan mætti svo í mat um sjöleitið og var mjög gaman að fá að vita hvað hafði drifið á daga allra um helgina.

Nú lítur allt út fyrir að  Frank og family fari að flytja í sitt eigið húsnæði, fór á föstudaginn og kíkti aðeins á Frank og pabba, þetta er að vera voða fínt hjá honum.

Jæja það er þá komið nóg að sinniTounge


Sorry !!!!!!!

Það er búin að vera smá púki  Devil í mér í dag.  Það er svona að fara á fætur um miðja nótt. Hann Einar minn er nefnilega Everton maður. Enn eins og allir sem þekkja mig vita þá er ég Manchester United aðdáandi Devil

Ég veit að maður á ekki að hrekkja svona, vona að þú fyrirgefir mér elskan Tounge


Nýtt look

Varð að breyta lookinu á síðunni, Einar minn þetta er bara fyrir þig Tounge

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband