Færsluflokkur: Bloggar

Hvar ætlar þú að kaupa þína flugelda??

Ef þú ert ekki viss, þá vil ég benda þér á flugeldasölu Björgunarsveitirnar ég ætla að styrkja þá  í ár eins og öll undanfarin ár.

Einkaaðilar eins og Örn Árna eða Kiwanismenn,  koma ekki til með að bjarga manni í næsta óveðri eða leita af fólki uppí á fjöllum.

Bara svona smá áróður rétt fyrir áramót.

Af mér og mínum er allt gott að frétta.  Við Einar áttum mjög góð jól með fjölskyldunni minni á aðfangadag og Jóladag.  Við fórum svo í jólaboð til Oddu frænku á annan.  Alltaf gaman um jólin.

Á fimmtudaginn fórum við Mamma og Lára með Adam, Rikka og Ástrós Önnu á jólaball í Flugstöðinni.  Þeim þótti nú bara nokkuð gaman og Ástrós var ekkert hrædd við Jólasveinana.  Lára tók líka þessar flottu myndir af Ástrós og Skyrgámi.

Ég er að vinna helgina og í kvöld erum við að fara í jólaboð til Pabba og Grétu.

Um áramótin verðum við Einar hjá Mömmu og á nýjársdag verður Ameríku kalkúnn NAMMI NAMM Grin

Takk fyrir innlitið Gunna Sigga, ég skal skila kveðjunni til mömmu.


Gleðileg Jól

Bestu óskir um

Gleðileg Jól

og farsæld á komandi ári

Þakka innlitið og kommentin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja

Agnes Ásta Wink


Já er ekki komin tími á hið vikulega blogg?

Jæja  best að reyna að standa sig í þessu bloggi Grin

Sá að ég hef ekki bloggað í heila viku.  Þetta er þriðji sunnudagurinn minn í röð í vinnunni Woundering og viti menn ég verð líka að vinna næsta sunnudag.  Jæja nóg af röfli.

Á mánudaginn var, fór ég með Einari á Jólahlaðborð, þingflokks Framsóknarflokksins og var það mjög gaman, verst var að þurfa að fara að vinna morguninn eftir, ( þessi vinna er svo að eyðileggja fyrir manni skemmtanalífið HEHE)

Á fimmtudaginn fór ég á aðventukvöld hjá Framsóknarmönnum í Keflavík (Mamma og Einar komu líka)

Í gær fórum við Einar svo við skírn,  Þórhildur og Óli Garðar voru að láta skíra prinsessuna sína, og hlaut hún nafnið Kristbjörg Freyja.  Fallegt nafn á fallega stelpu.  Við skruppum svo í Reykjavík eftir veislu, ég var alveg sérlega skemmtilegur farþegi Grin Svaf næstum alla leiðina í Kópavog og hélt mér nú vakandi þaðan niður í miðbæ Reykjavíkur (svaka dugleg) og svaf svo næstum alla leiðina heim aftur Tounge  Held ég hafi aldrei verið svona fljót úr bænum HEHEHE.  Það er spurning hvort ég fái að koma með aftur.

Það er bara allt að verða tilbúið fyrir jólin, búið að senda út jólakortin og kaupa allar gjafir, á bara eftir þetta allra allra leiðinlegasta að þurrka af og skúra út fyrir jólin.  Þarf að spýta í lófana og hunskast til að klára það af í dag eða í fyrramálið.  Þannig að það sé bara hægt að leika sér fram að jólum.

Jæja læt þetta duga í bil

OVER AND OUT

 

 


Eru jólinn á morgun?

Er búin að þurfa að fara í höfuðborgina síðustu þrjá daga (var að kaupa úti jólaseríu og fékk afgreitt vitlaust og þurfti að fara að skila og svo var hin árlega jólaverslunarferð með múttu) og hef haft það á tilfinningunni að jólin séu bara að koma á morgun.  Fólk er gjörsamlega að missa sig í búðunum.  Það er búið að vera mjög gaman að sitja á kaffihúsum borgarinnar og fylgjast með þessu jólastressi í landanum.  Ég er svo fegin að vera búin að kaupa allar jólagjafirnar Grin Já þið lásuð rétt ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar og skrifa öll jólakortin og er meira að segja langt komin með að pakka gjöfunum inn Tounge Ég ætla að vera búin að því 15 des svo að maður geti bara leikið sér fram að jólum.

Varð að monta mig aðeins, svona bara að því að amma Álfhildur var eitthvað að monta sig á sínu bloggi Grin

Það er bara allt gott að frétta af mér og mínum.

Læt hérna fylgja með mynd að fallegustu börnunum,

PC054860_edited

 


Sá þetta á blogginu hjá Álprinsessunni og varð að prófa

Endilega prófið þetta líka, er bara gaman Smile 

Ég fékk 230 stig.

Flestir karlar ná stigafjölda á bilinu 0 til 180 og flestar konur 150 til 300. Heilar sem eru karlmiðaðir eru yfirleitt undir 150 stigum. Þeim mun nær núlli sem þeir eru, þeim mun afdráttarlausari karlheilar eru þar á ferðinni og testósterónmagnið að líkindum í meira lagi. Þessir einstaklingar búa yfir góðri rökvísi og skilgreiningarhæfni, eiga auðvelt með að tjá sig með orðum, eru agaðir í betra lagi og vel skipulagðir. Þeim mun nær núllinu þeir eru, þeim mun hæfari eru þeir til að gera kostnaðaráætlanir og spá fyrir um niðurstöður út frá tölfræðilegum athugunum án þess að tilfinningar hafi þar minnstu áhrif.

Niðurstöður sem hljóða upp á mínustölu benda til að heilinn sé ofur karlmiðaður. Það sýnir að mikið magn testósteróns var til staðar á fyrri þróunarstigum fóstursins. Þeim mun lægri sem stigafjöldinn er hjá konu, þeim mun meiri líkur eru á að hún hafi lesbískar tilhneigingar. Heilar sem eru kvenmiðaðir fá yfirleitt meira en 180 stig. Þeim mun hærri sem talan er, þeim mun kvenmiðaðri er heilinn og þeim mun meiri líkur á að einstaklingurinn búi yfir afgerandi sköpunargáfu, listrænum hæfileikum og sé músíkalskur. Þessir aðilar munu oftar en ekki taka ákvarðanir sem byggjast á innsæi eða hvatvísi og eru leiknir við að skilgreina vandamál með lágmarksupplýsingar í höndunum. Þeir eru og náttúraðir til að leysa vandamálin af skapandi innsæi. Þeim mun hærra yfir 180 sem stigagjöfin er hjá karli, þeim mun meiri líkur eru á því að hann sé samkynhneigður. Karlar sem eru neðan við núllið og konur sem eru yfir 300 hafa heila sem starfa með svo ólíkum hætti að þau eiga líkast til ekkert sameiginlegt annað en að búa á sömu plánetunni. Stigagjöf frá 150 til 180 ber vott um sveigjanleika í hugsun hjá báðum kynjum eða fótfestu í herbúðum beggja. Þessir einstaklingar sýna hvorki ákveðnar hneigðir til karlmiðaðrar né kvenmiðaðrar heilastarfsemi og eru venjulega sveigjanlegir í hugsun sem er vitaskuld afbragðs eiginleiki fyrir alla sem þurfa að leysa vandamál. Þeir hafa og tilhneigingu til að vingast bæði við karla og konur.

Veftilvísun: http://edda.is/karlkona

 
 
 
 
 

Besta mynd allra tíma

Ég var víst búin að lofa að vera dugleg að blogga, og er búin að blogga núna á hverjum degi í heila viku.  Er núna að horfa á eina bestu mynd allra tíma Forest Gump, get horft á hana aftur og aftur, og hún er alltaf jafn góð.

Í kvöld erum við að fara á jólahlaðborð á Broadway, hef frétt að maturinn sé geggjaður og showið frábært.  Stelpurnar í vinnunni voru allavega alveg svakalega hrifnar af því.  Blogga um það hvernig var á morgun.

Eigið góða helgi.

 


Pistill dagsins

Í dag er ég í hlutverki miskunnsama samverjans Halo í vinnunni.  Sit hérna alein og er að bíða eftir að síðustu farþegar dagsins fari úr landi.  Vinnufélagar mínir eru að fara á Broadway í kvöld á jólahlaðborð og George Michael showið.  Þar sem ég er ekki að fara með þeim þá bauðst ég til að leyfa þeim að fara heim snemma og ég yrði eftir.  Við Einar vorum nefnilega búin að kaupa okkur miða á sama jólahlaðborð á morgun, og ég hreinlega nenni ekki að fara tvö kvöld í röð á sama showið og eiga svo að mæta í vinnu kl 5 í fyrramálið.  Ég er nefnilega búin að komast að því að ég er orðin of gömul fyrir svona mikið djamm. Wink

Fór í gær í "lýtaaðgerð" eða það kallar Álfhildur vinkona það þegar maður fer í klippingu og litun.  Ég gat ekki alveg ákveðið mig hvort ég ætlaði að vera með stutt eða sítt hár, þannig að ég var klippt stutt/sítt Tounge Er ekkert smá ánægð með mig núna. 

Fór í gær að skoða littluna hjá Þórhildi og Óla, hún er ekkert smá sæt.  Núna finnst manni Ástrós Anna vera alveg svakalega stór. 

Við hin fjögur fræknu erum að fara til USA á föstudaginn eftir viku, get ekki beðið eftir að komast að versla smá.  Hef varla farið í búð síðan einhvern tíman í apríl.  Er búin að vera alveg svakalega góð Grin þannig að það verður allt í lagi að missa sig aðeins í búðunum HEHE

Jæja ætli maður fari ekki bara að koma sér heim

Over and out Tounge 

 


Prinsessa Óladóttir

Varð að setja inn mynd af nýjustu prinsessunni.

Þórhildarstelpa

Enn og aftur til hamingju með prinsessuna ykkar, Þórhildur, Óli og Hafþór Ernir


Ný prinsessa fædd

Í nótt fæddist þeim Þórhildi og Óla fögur snót.  13 merkur og 50 cm.

Til hamingju með prinsessuna, Þórhildur, Óli og Hafþór Ernir.

Var að skoða myndir af nýju prinsessunni áðan, hún er algjört æði, nú finnst manni Hafþór Ernir og Ástrós Anna vera orðin svo svakalega stór.

Byrjaði í dag á verkefni sem ég ætlaði að vera búin með fyrir nokkrum árum, er að sauma bótasaumsteppi undir jólatréð, spurning hvort það verði klárað núna, eða fari upp í skáp aftur hálf klárað.  Langar samt að klára teppið fyrir þessi jól. (það er búið að vera hálfklárað uppí skáp, örugglega í 4 ár)

 


Prufa

Ákvað að prófa að setja inn myndir af dúllunum mínum, þeim Ástrósu Önnu prinsessu og prinsinum honum Hafþóri Erni.  Ef þetta virkar hjá mér er aldrei að vita nema að maður fari að skella myndum inn reglulega. 

 

Ástrós Anna prinsessa Ástrós Anna Ólafsdóttir

Í galla sem ég saumaði á mömmu hennar 

Hérna er prinsessan í galla sem ég saumaði á mömmu hennar Tounge

Ástrós Anna

Mér finnst puttarnir mínir vera voða góðir Grin

Hafþór Ernir og Lára

Hafþór Ernir og Lára

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband