Færsluflokkur: Bloggar

Stelpurnar okkar

Tekið af vef KSÍ

Ásta frænka mín átti stóran þátt í öðru marki Íslands.  Hún er sko öll að sunnan stelpan Tounge 

Glæsilegur sigur á Finnum

Íslenska liðið hafnaði í 7. sæti á Algarve Cup

12.3.2008

Kvennalandsliðið íslenska sigraði í dag stöllur sínar frá Finnlandi en leikurinn var um 7. sætið á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil eftir að liðið hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik.  Katrín Jónsdóttir setti landsleikjamet þegar hún lék sinn 70. landsleik í dag.

Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu yfir með góðu langskoti á 12. mínútu og Rakel Hönnudóttir bætti við öðru marki á 41. mínútu.  Þetta er fyrsta markið hjá Rakel í A landsleik kvenna.  Á síðustu mínútu leiksins bætti svo Guðrún Sóley Gunnarsdóttir við þriðja marki Íslands og öruggur sigur staðreynd og þar með 7. sætið á mótinu.

Á Algarve Cup taka þátt mörg sterkustu landslið heimsins í kvennaknattspyrnu.  Mótið er styrkleikaskipt þannig að átta sterkustu þjóðirnar leika saman í A og B riðli.  Þjóðirnar í þessum riðlum eiga aðeins möguleika á því að sigra mótið.  Liðin í C riðli geta hinsvegar ekki endað hærra í í 7. sæti sem og íslensku stelpurnar gerðu með glæsibrag.

Hér að neðan má sjá textalýsingu sem birtist á heimasíðunni á meðan leik stóð.

Ísland - Finnland

Leikurinn byrjar með miklu fjöri og eiga bæði lið góð færi í fyrstu mínútum leiksins.  Guðbjörg ver vel þegar finnskur sóknarmaður er komin ein innfyrir.

1-0  Margrét Lára Viðarsdóttir hefur komið Íslandi yfir með fallegu marki með langskoti.  Íslenska liðið hefur sótt meira en finnska liðið ógnar líka.  Magrét Lára hefur því skorað í 8 landsleikjum í röð og 19 mörk í síðustu 15 landsleikjum.  Hún hefur gert 35 mörk í 39 A landsleikjum.

Fjörið heldur áfram og eru liðin hvött áfram af 400 skólabörnum sem setja skemmtilegan svip á leikinn.

Guðbjörg markvörður varði tvisvar sinnum vel eftir markið fyrst á 14. mínútu og svo á 19. mínútu.  Stuttu síðar átti Katrín Jónsdóttir skalla rétt yfir og fimm mínútum síðar átti hún skot naumlega framhjá.  Margrét Lára komst svo í gott færi á 27. mínútu en hitti boltann illa og markvörður Finna varði boltann.

2-0  Rakel Hönnudóttir skorar sitt fyrsta A landsliðsmark.  Ásta Árnadóttir tekur langt innkast með því að taka kraftstökk.  Boltinn berst til Rakelar sem kemur boltanum af harðfylgi í markið.  Markið kemur á 41. mínútu.  Þetta er fyrsta A landsliðsmarkið hjá Rakel og kemur það í hennar þriðja landsleik.

Leikurinn hefur verið í nokkru jafnvæg en íslenska liðið hefur verið hættulegra.  Bakverðir liðsins hafa verið duglegir að taka þátt í sóknarleiknum og sérstaklega hefur Ólína G. Viðarsdóttir verið öflug upp vinstri kantinn.

Dómari leiksins, sem kemur frá Suður Kóreu, hefur flautað til leikhlés.  Góður fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu og tveggja marka forysta staðreynd.

Fyrsta færi síðari hálfleiksins fellur í hlut Íslendinga þegar að Margrét Lára kemst í gegn á 51. mínútu en skot hennar fer naumlega framhjá.  Finnar hafa bætt í sóknarleikinn og hafa sótt mikið síðustu mínútur.  Vörn Íslands með Guðbjörgu í markinu, hefur hinsvegar átt svar við öllum tilraunum Finna.

Finnar halda áfram að sækja en skapa sér ekki mörg opin færi.  Helst að marki Íslands sé ógnað með langskotum en Guðbjörg hefur varið vel.  Margrét Lára átti ágætis tækifæri á 60. mínútu en skot hennar fór beint á markvörð Finna.  Stuttu síðar átti hún skot að marki sem markvörðurinn varði og var Katrín Ómarsdóttir hársbreidd frá því að ná boltanum sem markvörðurinn missti frá sér.

Íslenska liðið fékk svo aukaspyrnu á vítateigslínu á 63. mínútu en skot Margétar Láru hafnaði í varnarveggnum.  Guðbjörg ver svo tvo langskot vel með fimm mínútna millibili en á 80. mínútu fá Finnar sín bestu færi í síðari hálfleik og ver þá Guðbjörg tvisvar sinnum með stuttu millibili frá Finnum eftir þvögu í teignum.

Finnska liðið hefur verið mun meira með boltann en íslenska liðið hefur varist skynsamlega og verið ógnandi í skyndisóknum.

3-0  Guðrún Sóley Gunnarsdóttir skorar þriðja mark Íslands í uppbótartíma.  Markið kemur eftir hornspyrnu og tekst finnska liðinu ekki að hreinsa frá marki og Guðrún Sóley skorar með skoti af stuttu færi.

Flautað hefur verið til leiksloka og hafa íslensku stelpurnar sigrað sinn fjórða leik í röð á mótinu.  Markatalan er glæsileg, 12-1 og sjöunda sæti mótsins staðreynd.  Mótið er styrkleikaskipt þannig að íslenska liðið hafnaði eins ofarlega og mögulegt var.


Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar ollu vonbrigðum - nú skal svarað fyrir þær!

Á alþingi hefur Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til forsætisráðherra um áhrif niðurskurðar þorskkvóta og mótvægisaðgerðir:

1.  Hver er áætlaður tekjusamdráttur fyrirtækja og sveitarfélaga vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.

2.  Hversu mörg störf má áætla að hafi tapast vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um bein eða óbein störf er að ræða og eftir sveitarfélögum.

3.  Hversu háar fjárhæðir renna í formi mótvægisaðgerða úr ríkissjóði vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum ásamt yfirliti yfir hvaða framkvæmdir er um að ræða á bak við greiðslurnar, hvaða fjárhæðir er þegar búið að greiða og hvaða fjárhæðir á eftir að greiða, ásamt áætlun yfir hvenær þær greiðslur munu eiga sér stað, einnig er óskað eftir sundurliðun á því hvaða framkvæmdir sem falla undir mótvægisaðgerðir eru nýjar aðgerðir, ákveðnar eftir að ákvörðun um niðurskurð þorskkvótans var tekin, og hverjar eru flýting á framkvæmdum sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í fyrir þann tíma.

4.  Hversu mikill hluti boðaðra mótvægisaðgerða verða útboðsskyldar framkvæmdir og hvernig hyggjast stjórnvöld tryggja að tekjur, beinar og óbeinar, af þeim framkvæmdum verði eftir í byggðarlögunum?

5.  Til hvaða mótvægisaðgerða hyggjast stjórnvöld grípa ef fram fer sem horfir og frekari loðnuveiðar verða ekki heimilaðar að nýju?

Það er ekki af ástæðulausu að Guðni leggji fram slíka fyrirspurn því að almennt séð ollu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vonbrigðum.  Ber þar fyrst að nefna að þær efna ekki loforð forystumanna ríkisstjórnarflokkanna um að aðgerðirnar nýtist fyrst og fremst þeim byggðarlögum sem verða fyrir mestri skerðingu af völdum samdráttar þorskkvótans svo og því fólki sem missa mun vinnuna af þeim sökum. Einnig var skortur á samráði af hálfu ríkisstjórnar sem gefur sig út fyrir að vera ríkisstjórn sögulegra sátta og samræðustjórnmála.  Þetta hafa forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga, einstakra sveitarfélaga, Alþýðusambands Íslands, Landssambands íslenskra útvegsmanna og fleiri hópa greint frá.

Framsóknarmenn hafa frá upphafi lagt áherslu á að svokallaðar mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á aflamarki í þorski miði að því að bæta með beinum hætti hag einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga sem verða fyrir tekjuskerðingu.  Þess ber að geta okkar tillögur miðuðu að að færa aflamark þorsks úr 193 þúsundum tonna í 150 þúsund í samræmi við ráðgjöf Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðsins og tillögur fjölmargra aðila innan greinarinnar. Sjávarútvegsráðherra kaus að ganga lengra í skerðingu þorskkvótans eða í 130 þúsund tonna heildaraflamark.

 


Hamagangur á Hóli

Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson rita mikla grein í Morgunblaðið í dag um stöðu fjármálageirans.  Forsætisráðherrann er ekki fyrr farinn af landi brott en að mýsnar eru komnar upp á dekk og hafa að öllum líkindum notið yfirlestrar Seðlabankans (Davíðs Oddssonar). 

Er ekki svo að lykilatriðið í bættum lífskjörum undanfarna ára megi þakka að stjórnmálamenn hafi haft minni og minni áhrif á framvinduna, heldur leyft einkaframtakinu að njóta sín í öllu viðskiptafrelsinu.  Það hefur amk. verið söngurinn hingað til og flest allir stjórnmálamenn fagnað umbyltingunni.   

Á undan förnum árum í miklum vexti og útrás hefur ekki verið spurt spurninga, grundvallarspurninga, eins og hvort að of geyst hefur verið farið, hvort að fyrirhyggja hafi verið höfð að leiðarljósi, hvort að fjármálafyrirtækjunum hafi séð fyrir á greiðum mörkuðum „mammons“. 

Við allt annan tón kveður nú úr herbúðum frelsismanna.  Nú á að koma á milliliðalausum samstarfsvettvangi stjórnvalda og fjármálalífs svo að þessir aðilar geti nú upplýst hvora aðra.  Koma á á laggirnar rannsóknarmiðstöð (þjóðhagsstofnun?) sem yrði hlutlaus aðili og treyst að koma með óbrengluð skilaboð út til erlendra og innlendra aðila. 

Ég veit ekki, en einhvern veginn finnst mér að greiningardeildir bankana séu að fá á baukinn hér, menn sakni þjóðhagsstofnunar og kalli eftir auknu samráði hins opinbera og fjármálageirans um næstu skref.  Þetta er allt eitthvað svona aftur hvarf til þeirra gömlu góðu þegar það var ... .


Hvor ætli hafi stoppað??????

Í dag eftir hádeigið fórum við Ástrós Anna út að labba á móti Adam og Rikka sem fengu að labba heim úr skólanum, í stað þess að fara í skólagæsluna.  Þegar við vorum við gangbrautina þá koma bílar úr gagnstæðri átt, úr garðinum kemur lögreglubíll en úr Keflavík kemur bíll frá skólamat ehf.  Hvor bíllinn ætli hafi stoppað fyrir okkur á gangbrautinni?????

 

Mér til mikillar undrunar stoppaði bílinn frá Skólamat enn löggan lét sem hún sæi okkur ekki. 

Já þetta er ísland í dag.


Mínir menn í 1. sæti

Skemmtileg úrslit í leikjum kvöldsins, og mínir menn komnir í toppsætið Tounge 

Hverning fór Liverpool - West Ham??

Já alveg rétt West Ham vann LoL


mbl.is Ronaldo skaut United í toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tifandi tímasprengja?

Heyrði í fréttum í morgun að Emma Lawsson sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & Co. telji að fjárfestar kunni að selja íslenskar krónur og að hætta sé á harðri lendingu í hagkerfinu.  Fullyrti hún m.a. að hún myndi fara afar varlega í að halda í íslenskar krónur, í viðtali við fréttastofuna Bloomberg. Lawson sagði að grundvallarvandamál vera í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Krónan sé enn of hátt skrifuð miðað við viðskiptahallann.

Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, eða réttara sagt endurskoðaðri, segir viðskiptahalli á árinu 2007 sé nú talinn um 12,8% af landsframleiðslu, aðallega vegna hagstæðari þáttatekjujafnaðar. Og að spáð sé að hann minnki hratt og verði 9,6% árið 2008 og 6,8% af landsframleiðslu árið 2009.  Jafnframt er sagt að aðhaldssöm hagstjórn, lok mikilla stóriðjuframkvæmda, lækkun hlutabréfaverðs og minna framboð af ódýru erlendu lánsfé draga úr innlendri eftirspurn og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum minnkar.

Við framsóknarmenn vorum á því við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2008 að ríkisstjórnin væri á rangri leið.  Á sama tíma og það er mikil undirliggjandi verðbólga í samfélaginu þá eru fjárlög hækkuð um hátt í 20% milli ára, þannig að ríkisstjórnin gefur í verðbólgueldinn á sama tíma og allar erlendir og innlendir (Seðlabankinn) aðilar vara mjög við þessari þróun.  Verðbólgan stígur, þannig að horfurnar á harðri lendingu í efnahagslífinu eru líkleg.

Blessaður fjármálaráðherra sagði eftir að fjárlög höfðu verið samþykkt, að mikill tekjuafgangur fjárlaga bæri þess vitni að mikið aðhald væri í ríkisfjármálum.  Heyr á eindæmi.

Hver sagði fyrir kosningarnar 1999, að viðskiptahallinn væri tifandi tímasprengja sem væri líkleg til þess að sprengja gengið í loft upp?

 


13.01.2008

Jæja er ekki kominn tími á smá blogg (svo Birkir Jón fari nú ekki að skamma mig Tounge)  Þetta er búin að vera svoldið skrítin vika, átti að vera löng vika í vinnunni, en ég er bara búin að vinna fá 5 til 9:30, þessa viku.  Átti að vera að vinna eftir hádeigi í dag en hún Elsa tók vaktina fyrir mig svo ég gæti farið í skírnarveislu. 

Lovísa frænka og Toni voru að láta skíra litla strákinn sinn.  Drengurinn fékk nafnið Styrmir Marteinn Arngrímsson.  Flott nafn á flottan strák. 

Nú er ný vinnuvika að ganga í garð.  Mikið um fundarsetu, kynningarfundir um skólamál bæði á mánudag og þriðjudag.

Takk Bjarni fyrir kveðjuna.

Meira síðar

 


Smá mont

Er ekki gott að byrja árið á því að monta sig svolítið ??

í desember kom Skiphóll út og þar var þessi mynd sem hann Einar Gunnar tók í september af Víðisliðinu.

1366070807_33943a5808_b

Svo kom jólakortið frá Viði og þessi sama mynd var á því.

í gærdag flettum við svo bókinni Íslensk Knattspyrna 2007 og viti menn er ekki þessi líka flotta mynd sem Einar Gunnar tók ekki bara líka þar.

Flott hjá þér Einar minnGrin


Gleðilegt ár

Sendi mínar bestu óskir um Gleðilegt ár.

Gangið hægt um gleðinar dyr Wizard

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 960

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband