Er þetta bíllinn þinn?

Viltu 100 lítra af bensíni eða 15 páskaegg?

bilhrae-gardi

Þessi eigulegi GMC jeppi hefur staðið fyrir utan félagsmiðstöð unglinga í Garði síðustu tvær vikur eða svo, án þess að nokkur viti hver eigi bílinn. Er hér með lýst eftir eiganda bílsins og að hann fjarlægi hann eigi síðar en strax, en að öðrum kosti verður bílnum komið til förgunar og 15.000 krónurnar sem fást sem skilagjald fyrir bílhræ notaðar í gott málefni.

Sá sem á bílinn getur sem sagt skilað honum í endurvinnslu og fengið fyrir 15.000 krónur sem m.a. má nota til að kaupa um það bil 100 lítra af bensíni, svo eitthvað sé nefnt, nú eða þrjá kassa af bjór, eða 15 meðalstór páskaegg.

Félagsmiðstöðin í Garði hefur sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vegna bílsins, en fengið lítil viðbrögð þar. Óskin er sem sagt heitust að bíllinn verði fjarlægður hið fyrsta og honum helst komið til endurvinnslu, enda vart götuhæfur bíll mikið lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband