Færsluflokkur: Bloggar

Ertu með kosningarétt ??

Fékk skemmtilegt símtal um hádeigi á laugardag.  Það var kona sem kynnti sig og sagðist vera að hringja frá fréttablaðinu og hvort hún mætti spyrja mig nokkrar spurningar.  Já já sagði ég.  Fyrst spurði hún mig hvort ég hefði kosningarétt ? já (það er greinilega ekki mikil heimavinna hjá þeim) Svo vildi hún fá að vita hvaða flokk ég myndi kjósa í kosningunum í vor.  Auðvitað sagðist ég ætla að kjósa Framsókn (þannig að það er mér að þakka að flokkurinn kom svona vel út úr þessari könnun)

Svo vildi hún fá að vita hvort að það myndi breyta afstöðu minni eitthvað ef öryrkjar og eldriborgarar færu fram í öllum kjördæmum og hvort að breytti afstöðu minni eitthvað ef Ómar Ragnarsson og félagar færu fram með hægri græna.

Halló, ég er á framboðslista hjá Framsókn í suðurkjördæmi, það væri eitthvað að hjá mér er ég myndi ekki kjósa mína félaga.

 

 


Mikið að gera á stóru heimili

 

Fór í saumó í gær, bara gaman að hitta allar skvísurnar.  Er strax farin að hlakka til að hitta ykkur næst Wink 

Er enn að ákveða hvort ég eigi að nenna þessu, þ.e.að vera með bloggsíðu.  Sjáum til hvað maður verður duglegur Cool

Er að fara í smá frí, ef frí skildi kalla, eiginlega er þetta bara löng helgi, en það er alltaf gott að eiga smá frí Whistling

Minni á íbúafundinn í kvöld kl:20 á Flösinni.

 


Adam Ingi

Hann Adam Ingi okkar, vann í eldvarnargetraun sem hann tók þátt í í vetur

Það er hægt að sjá myndir af kappanum inná vf.is  einnig eru nokkrar myndir inná síðunni hans

Við erum ekkert smá stolt af kappanum Wink

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Færsla 1

Nú á að prófa bloggið.  Er nú ekkert mikill penni en ætla að prófa Smile

Hef nú aðallega verið að skoða bara hjá hinum.

Er að fara í "ritsmiðju" í kvöld og kannski verður til eitthvert flott blogg á morgun

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband