Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar ollu vonbrigðum - nú skal svarað fyrir þær!

Á alþingi hefur Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til forsætisráðherra um áhrif niðurskurðar þorskkvóta og mótvægisaðgerðir:

1.  Hver er áætlaður tekjusamdráttur fyrirtækja og sveitarfélaga vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.

2.  Hversu mörg störf má áætla að hafi tapast vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um bein eða óbein störf er að ræða og eftir sveitarfélögum.

3.  Hversu háar fjárhæðir renna í formi mótvægisaðgerða úr ríkissjóði vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum ásamt yfirliti yfir hvaða framkvæmdir er um að ræða á bak við greiðslurnar, hvaða fjárhæðir er þegar búið að greiða og hvaða fjárhæðir á eftir að greiða, ásamt áætlun yfir hvenær þær greiðslur munu eiga sér stað, einnig er óskað eftir sundurliðun á því hvaða framkvæmdir sem falla undir mótvægisaðgerðir eru nýjar aðgerðir, ákveðnar eftir að ákvörðun um niðurskurð þorskkvótans var tekin, og hverjar eru flýting á framkvæmdum sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í fyrir þann tíma.

4.  Hversu mikill hluti boðaðra mótvægisaðgerða verða útboðsskyldar framkvæmdir og hvernig hyggjast stjórnvöld tryggja að tekjur, beinar og óbeinar, af þeim framkvæmdum verði eftir í byggðarlögunum?

5.  Til hvaða mótvægisaðgerða hyggjast stjórnvöld grípa ef fram fer sem horfir og frekari loðnuveiðar verða ekki heimilaðar að nýju?

Það er ekki af ástæðulausu að Guðni leggji fram slíka fyrirspurn því að almennt séð ollu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vonbrigðum.  Ber þar fyrst að nefna að þær efna ekki loforð forystumanna ríkisstjórnarflokkanna um að aðgerðirnar nýtist fyrst og fremst þeim byggðarlögum sem verða fyrir mestri skerðingu af völdum samdráttar þorskkvótans svo og því fólki sem missa mun vinnuna af þeim sökum. Einnig var skortur á samráði af hálfu ríkisstjórnar sem gefur sig út fyrir að vera ríkisstjórn sögulegra sátta og samræðustjórnmála.  Þetta hafa forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga, einstakra sveitarfélaga, Alþýðusambands Íslands, Landssambands íslenskra útvegsmanna og fleiri hópa greint frá.

Framsóknarmenn hafa frá upphafi lagt áherslu á að svokallaðar mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á aflamarki í þorski miði að því að bæta með beinum hætti hag einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga sem verða fyrir tekjuskerðingu.  Þess ber að geta okkar tillögur miðuðu að að færa aflamark þorsks úr 193 þúsundum tonna í 150 þúsund í samræmi við ráðgjöf Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðsins og tillögur fjölmargra aðila innan greinarinnar. Sjávarútvegsráðherra kaus að ganga lengra í skerðingu þorskkvótans eða í 130 þúsund tonna heildaraflamark.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Aðalatriðið fyrir okkur suðurnesjamenn er að sjálfsögðu að fá álver í Garðinn eins og til stendur.Við verðum öll að standa saman um það.Það er alger óþarfi að láta þingmenn og fólk sem býr ekki á suðurnesjum stjórna hér.Við skulum vona að fjósamennirnir í Árborg sem þykjast vera fulltrúar okkar suðurnesjamanna nái áttum.Það er borin von að V.G.geri það.

Sigurgeir Jónsson, 27.2.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég plögga hérna aðeins minni nýust færslu með video af efnarákum yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!





Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband