Um ömurlega stjórnarandstöðu.

Sneypa stjórnarandstæðinga verður í minnum höfð í umræðum um þjóðareign á auðlindum, hún gengur á bak orða sinna og svíkur allar yfirlýsingar sínar, undir ábyrgðarlausri forystu Össurar Skarphéðinssonar. Tillaga formanna stjórnarflokkanna um þjóðareign á auðlindum hefur verið kynnt og rædd og sérstök þingnefnd hefur fjallað um hana. Afstaða okkar framsóknarmanna er afdráttarlaus:
  • Við viljum þjóðareign á auðlindum Íslands, þannig að öllu hugsanlegu eignartilkalli annarra aðila sé hafnað og hnekkt í eitt skipti fyrir öll.
  • Við viljum að nýtingarheimildir hafi áfram óbreytta stöðu, þannig að þær verði ekki háðar beinum eignarrétti heldur verði áfram afturkræfur afnotaréttur.
  • Við viljum eyða réttaróvissu um þessi málefni.
 Fram hefur komið að tveir þriðjungar þjóðarinnar styðja þessi sjónarmið. Stjórnarandstaðan bauð samstarf á fjölmiðlafundi 5. mars sl. og sagði nægan tíma til að ljúka málinu sameiginlega og tillaga formanna stjórnarflokkanna samrýmist tilboði stjórnarandstöðunnar. Í meðferð málsins hefur komið berlega í ljós að stjórnarandstaðan stendur ekki við orð sín. Stjórnarandstæðingar vilja nota stjórnarskrármálið sem pólitískt bitbein í málþófi. Það er ekki markmið framsóknarmanna að knýja fram stjórnarskrárbreytingu í stórdeilum. Við framsóknarmenn leggjum enn sem fyrr þunga áherslu á auðlindamálið og það er ömurlegt til þess að vita að stjórnarandstöðunnar kemur í veg fyrir fullnaðarafgreiðslu málsins á þessu þingi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð frænka! Þú ert mjög góður penni, no comment á málefnið ;)

*knús* 

Ásta Björk (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:31

2 identicon

Nei kellan bara með síðu, ekki vissi ég það.. :)

Flott síða besta frænka ;)

Kv. Inga álprinsessa

Inga Lilja (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband