Strútsstjórnin

Það er dökkur veruleiki sem blasir við sauðsvörtum almúga í dag; staða íslenskra heimila er í ólgusjó eins og fjármagnsmarkaðirnir hafa þróast frá áramótum hér á landi.  Virðist sem að forustumenn í ríkisstjórn Íslands og forsvarsmenn viðskiptabankanna hafi rætt eitthvað meira en ímynd bankanna á erlendri grundu, er þeir hittust til skrafs og ráðagerða nú fyrir stuttu.  Ekki er einleikið að íslenska krónan falli um 20-30% á örfáum dögum, og í framhaldinu séu stýrivextir hækkaðir og allir sáttir bæði ríkisstjórn og bankarnir.

Niðurstaðan er sú að heimilin borga fyrir bættan efnahag bankana, sem aftur nýtist til að standa við erlendar skuldbindingar þeirra vegna þátttöku í útrásarverkefnum undanfarinna ára.  Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í þessu ástandi er í hrópandi mótsögn við upplifun almennings.  Við íslenskum heimilum blasir við stórfelldur kostnaðarauki vegna afborgana lána af húsnæði, rekstri fjölskyldubílsins og við innkaup á allri mat- og rekstrarvöru.

Ríkisstjórnin kennir sig sjálf við Þingvelli, en réttast væri að kenna hana við strútinn, sem stingur hausnum í sandinn þegar að hætta steðjar að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 827

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband