Hamagangur á Hóli

Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson rita mikla grein í Morgunblaðið í dag um stöðu fjármálageirans.  Forsætisráðherrann er ekki fyrr farinn af landi brott en að mýsnar eru komnar upp á dekk og hafa að öllum líkindum notið yfirlestrar Seðlabankans (Davíðs Oddssonar). 

Er ekki svo að lykilatriðið í bættum lífskjörum undanfarna ára megi þakka að stjórnmálamenn hafi haft minni og minni áhrif á framvinduna, heldur leyft einkaframtakinu að njóta sín í öllu viðskiptafrelsinu.  Það hefur amk. verið söngurinn hingað til og flest allir stjórnmálamenn fagnað umbyltingunni.   

Á undan förnum árum í miklum vexti og útrás hefur ekki verið spurt spurninga, grundvallarspurninga, eins og hvort að of geyst hefur verið farið, hvort að fyrirhyggja hafi verið höfð að leiðarljósi, hvort að fjármálafyrirtækjunum hafi séð fyrir á greiðum mörkuðum „mammons“. 

Við allt annan tón kveður nú úr herbúðum frelsismanna.  Nú á að koma á milliliðalausum samstarfsvettvangi stjórnvalda og fjármálalífs svo að þessir aðilar geti nú upplýst hvora aðra.  Koma á á laggirnar rannsóknarmiðstöð (þjóðhagsstofnun?) sem yrði hlutlaus aðili og treyst að koma með óbrengluð skilaboð út til erlendra og innlendra aðila. 

Ég veit ekki, en einhvern veginn finnst mér að greiningardeildir bankana séu að fá á baukinn hér, menn sakni þjóðhagsstofnunar og kalli eftir auknu samráði hins opinbera og fjármálageirans um næstu skref.  Þetta er allt eitthvað svona aftur hvarf til þeirra gömlu góðu þegar það var ... .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband