Tifandi tímasprengja?

Heyrði í fréttum í morgun að Emma Lawsson sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & Co. telji að fjárfestar kunni að selja íslenskar krónur og að hætta sé á harðri lendingu í hagkerfinu.  Fullyrti hún m.a. að hún myndi fara afar varlega í að halda í íslenskar krónur, í viðtali við fréttastofuna Bloomberg. Lawson sagði að grundvallarvandamál vera í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Krónan sé enn of hátt skrifuð miðað við viðskiptahallann.

Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, eða réttara sagt endurskoðaðri, segir viðskiptahalli á árinu 2007 sé nú talinn um 12,8% af landsframleiðslu, aðallega vegna hagstæðari þáttatekjujafnaðar. Og að spáð sé að hann minnki hratt og verði 9,6% árið 2008 og 6,8% af landsframleiðslu árið 2009.  Jafnframt er sagt að aðhaldssöm hagstjórn, lok mikilla stóriðjuframkvæmda, lækkun hlutabréfaverðs og minna framboð af ódýru erlendu lánsfé draga úr innlendri eftirspurn og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum minnkar.

Við framsóknarmenn vorum á því við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2008 að ríkisstjórnin væri á rangri leið.  Á sama tíma og það er mikil undirliggjandi verðbólga í samfélaginu þá eru fjárlög hækkuð um hátt í 20% milli ára, þannig að ríkisstjórnin gefur í verðbólgueldinn á sama tíma og allar erlendir og innlendir (Seðlabankinn) aðilar vara mjög við þessari þróun.  Verðbólgan stígur, þannig að horfurnar á harðri lendingu í efnahagslífinu eru líkleg.

Blessaður fjármálaráðherra sagði eftir að fjárlög höfðu verið samþykkt, að mikill tekjuafgangur fjárlaga bæri þess vitni að mikið aðhald væri í ríkisfjármálum.  Heyr á eindæmi.

Hver sagði fyrir kosningarnar 1999, að viðskiptahallinn væri tifandi tímasprengja sem væri líkleg til þess að sprengja gengið í loft upp?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Læt nægja að kvitta, hef ekki hundsvit á pólitík

Kvitt kvitt. 

Bessý.... (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 12:53

2 identicon

Sælar, jæja það munar ekki um það... mikill munur á milli færsla hjá þér ;o) Þú ert sem sagt enn á fullu í tíkinni :o) Það er gott mál ekki veitir af hjá þessum ástkæra flokki.

En væri gaman að hittast yfir kaffibolla við tækifæri, þegar ég er ekki að vinna eða í skólanum

Brynja Lind (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Agnes Ásta

Takk fyrir kvittinn Bessý og Brynja Lind

Brynja Lind er alltaf til í Kaffi.  Þú veist að tíkin er eins og vírus, erfitt að losna við hana. 

Agnes Ásta, 21.1.2008 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1141

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband