11.11.2007 | 13:59
Les einhver þetta blogg mitt???
Þegar ég var á Hvolsvelli um síðustu helgi kom til mín kona og sagðist alltaf lesa bloggið mitt reglulega en ég hefði nú ekki bloggað lengi. Ég var nú ekki að pæla neitt mikið í því, hef ekki verið í miklu blogg stuði að undanförnu og jafnvel að hugsa um að hætta þessu bara.
Núna á föstudaginn þegar ég var komin á Reykjavíkurflugvöll og var að bíða eftir fluginu mínu norður, kemur ein samferðar kona okkar og kynnir sig og talar um það að ég hafi nú ekki verið dugleg að blogga undanfarið, ja ég neita því ekki að þá fór maður að spá svolítið í því að það er kannski einhver sem er að fylgjast með þessu bloggi mínu, kannski maður fari nú að spýta í lófana og blogga. Enn var nú kannski ekki að pæla neitt í þessu meir.
Á laugardagsmorgni fæ ég svo sms frá Álfhildi vinkonu minni þar sem hún bendi mér á að skoða síðuna http://www.123.is/lafur sem ég og gerði, og var þá ekki bara amman farin að blogga. Ég sá það þá þar að ég sem var búin að vera með bloggsíðu frá því fyrr á þessu ári gat nú ekki verið eftirbátur ömmunar og skellti því inn smá færslu í hádeiginu í gær. Sem betur fer.
Það var svo í kaffinu í gær að Birkir Jón vindur sér að mér og segir: Agnes ætlar þú ekki að fara að blogga? Þið vitið ekki hvað ég var fegin þegar ég gat sagt honum að ég væri búin að því
Núna erum við Einar enn á Akureyri í þessu líka fína veðri, smá snjóföl yfir öllu, svoldið kalt en alveg blanka logn ( Það er nefnilega ALLTAF logn á Akureyri ) Aldrei að vita nema maður eigi eftir að búa hérna á norðurlandinu aftur, hver veit?
Ætla núna að fara aftur og njóta blíðunar hérna á Akureyri, á svo líka eftir að koma við á Kaffi Karólínu, hef ekki komið þangað í 10 ár og er búin að hlakka til frá því ég vissi að við yrðum hér þessa helgi.
Tenglar
Börnin
- Benjamín
- Ástrós Anna
- Sigrún María og Birna Clara
- Tómas Ingi
- Hafþór Ernir og Kristbjörg Freyja
- Rikki "Potter"
- Adam Ingi
Ég les
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 962
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- fufalfred
- annakr
- adalheidur
- birgirel
- birkir
- bjarnihardar
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- davidwunderbass
- esv
- elinarnar
- eyglohardar
- eysteinnjonsson
- fannygudbjorg
- framsokn
- gvald
- gesturgudjonsson
- gullistef
- gudmbjo
- hallurmagg
- helgasigrun
- heringi
- hlini
- jonasy
- joninab
- can-am
- kristbjorg
- hux
- framsoknarbladid
- suf
- sigmarg
- stefanbogi
- steinunnosk
- strandir
- sveinbjorne
- sveinnhj
- toshiki
- valdisig
- vefritid
- amotisol
- arniarna
- aloevera
- gattin
- drum
- sigingi
- grjonaldo
- linafina
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Blessuð, ég fylgist með bloggi alls góðs framsóknarfólks. Þar meðtalið þínu, þannig að nú er bara að rífa pennann á loft!
Kristbjörg Þórisdóttir, 11.11.2007 kl. 14:20
Ánægð með þið. Vonandi hafið þið notið þess sem eftir var fyrir norðan,
Anna Kristinsdóttir, 11.11.2007 kl. 16:22
Gott hjá þér Agnes. Vertu dugleg við að blogga. Það er fylgst með þér...
Birkir Jón Jónsson, 11.11.2007 kl. 20:15
Ég les og kem reglulega hér. En verra er að það er ekki hægt að skamma þig annað slagið fyrir að blogga ekki, ef langt líður á milli "frétta". Kemur æi þú veit: Ekki er lengur hægt að bæta við athugasemd og bla bla.
Ó jú það lesa fleiri bloggið en menn grunar sko! Svona leynivinir á bloggrúntinum, alltaf gott að eiga þá ....
Kvitt hvar sem þú ert á kortinu = landinu
Bessý.... (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.