Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkana..

Morgunblaðið birti um helgina upplýsingar sem Capacent Gallup hefur aflað um birtingarkostnað stjórnmálaflokkanna. Þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn hafu eytt rúmum þremur milljónum króna í birtingar á auglýsingum á þessu tímabili sem nær frá 27. mars til 18. apríl, eða ríflega hálfri milljón umfram Samfylkingu og Vinstri græna.

Rétt er í þessu samhengi að vekja athygli á því að fyrsta auglýsing Framsóknarflokksins vegna komandi alþingiskosninga birtist ekki fyrr en 4. apríl sl. Hins vegar höfðu hinir stjórnmálaflokkarnir hafið birtingar auglýsinga löngu fyrr þótt enginn væri jafn snemma í því og Samfylkingin sem birti sína fyrstu heilsíðuauglýsingu 10. febrúar sl. eða rúmum þremur mánuðum fyrir kosningar. Vinstri grænir hófu svo sína baráttu ekki löngu síðar og hafa báðir flokkar auglýst grimmt í dagblöðum frá þeim tíma.

Kostnaður vegna auglýsinga sem birtust fyrir 27. mars er ekki inni í yfirliti Capacent Gallup enda náðist ekki samkomulag um það á milli stjórnmálaflokkanna að takmarkanir giltu frá og með áramótum, eða frá og með þeim tíma sem ný lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband