Árangur áfram - ekkert stopp!

Er við framsóknarmenn kynntum okkar stefnuskrá má augljóslega sjá að við ætlum að halda áfram á framabraut, fái Framsóknarflokksins til þess umboð þjóðarinnar. Erindi flokksins við íslensku þjóðina er brýnna nú en nokkru sinni fyrr því við veljum árangur áfram og ekkert stopp.

Framsóknarmenn vilja stuðla að áframhaldandi vexti og stöðugleika í efnahagslífinu því einungis þannig verði stuðlað að blómlegra mannlífi, kjör þeirra sem minna mega sín bætt.

Við framsóknarmenn viljum hlúa að menntun barnanna okkar og renna styrkari stoðum undir byggðir landsins.

Ágætur bloggvinur hefur tekið út úr kosningastefnuskránni mál sem eru tengd beint við börn og velferð þeirra:

  • Ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.
  • Lengja fæðingarorlof í 12 mánuði.
  • Vinna að styttingu vinnutíma og auknum sveigjanleika í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.
  • Draga enn frekar úr tekjutengingum barnabóta.
  • Lækka virðisaukaskatt á lyfjum og barnavörum 24,5% í 7%.
  • Auka þátttöku hins opinbera í nauðsynlegum ferðakostnaði sjúklinga.
  • Fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir unga fíkla.
  • Efla enn frekar allar forvarnir og vinna að bættri lýðheilsu þjóðarinnar
  • Gjaldfrjáls leikskóli.
  • Aukin samvinna milli skólastiga.
  • Tengja íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf skóladeginum.
  • Fjölbreyttir framhaldsskólar þar sem starfsnámi er gert hátt undir höfði.
  • Sporna við brottfalli nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsskólum.
  • Efla náms- og starfsráðgjöf til að vinna gegn brottfalli nemenda.
  • Tryggja að nám og starfsreynsla erlendis sé metin að verðleikum.
  • Tryggja jarðveg fyrir áframhaldandi þróun og grósku í skólastarfi.
  • Auka fræðslu sem eykur skilning og eyðir fordómum í samfélaginu.
  • Vaxtabætur verði hækkaðar.
  • Húsaleigubætur verði hækkaðar.
  • Tryggja jafnan rétt allra til þátttöku í íþróttum og tómstundum
  • Koma á sjóði til að efla starf sveitarfélaga í íþrótta- og tómstundamálum.
  • Bæta fagmenntun leiðbeinenda í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
  • Skapa íþróttahreyfingunni aðstæður til að sinna uppeldis-, forvarna- og félagshlutverki sínu.
  • Stefna að því að auka fjármagn og mannafla lögreglu og tryggja þannig að aðbúnaður lögreglu til að sinna verkefnum sínum verði ávallt eins og best verður á kosið.
  • Skapa lögreglunni skilyrði til að sinna aukinni grenndargæslu og forvarnastarfi.
  • Vinna skipulega gegn starfsemi glæpahringja hér á landi, m.a. til að koma í veg fyrir aukinn innflutning fíkniefna og mansal.
  • Herða baráttuna gegn fíkniefnum, innflutningi þeirra, dreifingu og notkun.
  • Koma á fót ungmennadómstóli sem beitt geti meðferðarvistun í stað fangelsisrefsingar.
  • Hækka þróunaraðstoð í 0,35% af vergri landsframleiðslu eigi síðar en 2009 og í 0,7% árið 2015 í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna.
  • Að verkefni Íslensku friðargæslunnar verði einungis borgaralegs eðlis og til hennar veljist jafnt konur og karlar.
  • Auka áherslu á starf innan stofnana Sameinuðu þjóðanna, t.d. Barnahjálpar SÞ (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur (UNIFEM).

En svo að þessi mál og önnur geti orðið að veruleika, þarf árangur áfram.  Stopp á framþróun og hag fólks er ekki í orðabók.  Við framsóknarmenn segjum því:

Árangur áfram - ekkert stopp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ásta

Ágæti Jón Kristófer, stöðugleiki er þegar verðbólga er lá, hún er um 5% í dag Ég held því að hægt sé að fullyrða að stöðugleiki sé í íslensku hagkerfi

Agnes Ásta, 17.4.2007 kl. 13:13

2 identicon

Sæl Agnes bara að kvitta fyrir kíkið,gangi þér allt í hagin þó ég kjósi ekki framsókn.Kveðja til mömmu þinnar.Gunna Sigga

GunnaSigga (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:52

3 Smámynd: Agnes Ásta

Ágæti Jón Kristófer, þú ert nú á kol rangri leið í þinni hagfræði ætlir þú að halda því fram að Kárahnjúkavirkjun sé upphaf ofþenslutíma.  Þér til upplýsinga þá verður að telja bratta innkomu viðskiptabankanna inn á íslenskan íbúðalánamarkað mjög stóran þátt. Og til að lækka viðskiptahalla, verðum við að flytja meira út úr landi!!   Árangur áfram - ekkert stopp!!

Agnes Ásta, 18.4.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband