Erilsöm en viðburðarrík helgi

Helgin er búin að vera mjög erilsöm og viðburðarrík.  Byrjaði á því eftir vinnu á föstudag að mæta í mjög svo skemmtilegt afmæli hjá Oddu frænku (Frú Oddnýju G. Harðardóttur Bæjarstjóra í Garði)  Odda frænka varð sem sé 50 ára á annan í páskum.(enn .það trúir því engin hún lítur svo vel út)  Held ég hafi ekki farið í skemmtilegra afmæli.  Veislustjórarnir 3 fóru á kostum og ekki voru skemmtiatriðin að verri endanum.  Ásta Björk og Inga Lilja sungu fyrir mömmu sína, Eiríkur söng til konu sinnar og svo mættu Víkingarnir einnig og sungu fyrir afmælisbarnið.  Dæja frænka var með smá ávarp í máli og myndum.  Takk Odda fyrir frábæra skemmtun.

 

Tók daginn snemma á laugardaginn, átti eftir að baka fyrir opnun kosningaskrifstofu okkar Framsóknarmanna í Reyjanesbæ.  Klukkan 1 fór ég svo í myndatöku fyrir kosningablaðið okkar.  Var svo mætt í opnun á Kosningaskrifstofunni kl 2.  Margt var um manninn og góðar kökur runnu ljúft niður.

Fór svo með mömmu á opnun á nýrri og bættri Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Hitti þar marga mæta menn.

 

Á sunnudaginn mættum við Einar minn á opnun kosningaskrifstofu Famsóknar á Selfossi.  Við komust að því að það þarf nauðsynlega að stækka Framsóknarhúsið, því það var troðfullt á opnuninni.  Allir svo hressir og kátir og ekki skemmdu veitingarnar fyrir.  Fer bara í megrun 13. maí Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband