Lækkun matvælaverðs.

  Það voru gleðitíðindi fyrir neytendur er við framsóknarmenn stóðum að breytingum á virðisaukaskatti og á vörugjöldum sem tóku gildi 1. mars s.l..  Rifjum upp hvað það var sem lækkaði: 

 

  • Virðisaukaskattur lækkaður á matvælum úr 14% í 7%.
  • Matvæli sem bera 24,5% (sykur og slíkt) vsk. lækkuðu einnig niður í 7%.
  • Vörugjöld af matvælum felld niður.
  • Vsk. af veitingaþjónustu var lækkaður niður í 7%, var í 24,5%.
  • Almennir tollar lækkaðir um allt að 40% af innfluttum kjötvörum.
  • Ákvörðun hefur verið tekin um að heildsöluverð á mjólkurvörum verði óbreytt út næsta ár, 2007 og 2008.
  • Virðisaukaskattur af bókum, blöðum og tímaritum var lækkaður úr 14 prósentum í 7 prósent.
  • Virðisaukaskattur á hljómdiskum var lækkar úr 24,5 prósentum í 7 prósent.  Þannig lækkaði geisladiskur sem áður kostaði 2.199 krónur í 1.890 krónur.
  • Virðisaukaskattur af heitu vatni, rafmagni til húshitunar og laugavatn lækkaði úr 14 prósentum í 7 prósent. 
  • Virðisaukaskattur af veitingaþjónustu lækkaði úr 24,5 prósentum í 7 prósent.
  • Virðisaukaskattur af afnotagjöldum sjónvarps og útvarps, jafnt sem útleigu á hótel- og gistiherbergjum lækkaði úr 14 prósentum í 7 prósent.

 Það er ekkert sjálfsagðra en að við neytendur spyrjum starfsfólk verslana um hvað vörur kostuðu áður en breytingin tók gildi, séum við þeirrar skoðunar að kaupmenn hafi hækkað álagninguna. Á sama tíma og þessir góðu hlutir eru að gerast þá hafa andstæðingar okkar hátt um það að hér fari flest í handaskolum – á tíma bestu lífskjara og mestu kaupmáttaraukningar sem orðið hefur í sögu þjóðarinnar. 

 Hverjar eru staðreyndirnar: 

  • Hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna frá árinu 1995 til ársins 2007 eftir skatta er rúm 60%.
  • Hækkun kaupmáttar launa á sama tíma er 35%.
 Þetta eru hreinar kjarabætur umfram verðbólgu. Hlustið á áróður andstæðingana meðan á þessu fer fram: STOPP-STOPP eða „Vinsamlegast gjörið svo vel að bíða aðeins!“ Ágætu lesendur, ykkar er valið á kjördag 12. maí, ég hef tekið ákvörðum með FRAMSÓKN lífskjara og velferð, setjum X við B!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband