Uppbygging endurvinnsluþorps.

Var að lesa í Mogganum í morgun um uppbyggingu endurvinnsluþorps í Gufunesi. En þar er unnið að því að laða að einkafyrirtæki til að setja upp starfsemi endurvinnsluþorps.  Verð ég að taka undir að það sætir nokkrum tíðindum í umhverfismálum, að umhverfismál geti snúist um eitthvað annað en BARA umræðu um virkjanamál og uppbyggingu stóriðju.  En þannig má oft skilja stjórnarandstæðinga í orðræðunni. 

Fram kemur að vöxtur endurvinnslumarkaðarins sé mikill og talið að velta hans sé á fimmta milljarð króna nú þegar í dag.  Þenslan í hagkerfinu hefur að sjálfsögðu aukið neyslu og magn úrgangs á Íslandi. Neyslan er alltaf að aukast með ódýrum hlutum eins og frá iðnaðarveldinu Kína. 

Á liðnu flokksþingi Framsóknarflokksins var í ályktunum um endurvinnslu m.a. sagt:  „Auðlindir jarðarinnar eru takmarkaðar og ber því að endurnýta vörur eins mikið og kostur er og endurvinna það sem ekki er hægt að endurnýta. Urðun er sóunarlausn sem ber að takmarka eins og kostur er.“  Ofangreind tíðindi bera vott um hugarfarsbreytingu til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband