Ísland árið 2030?

Hvers vegna ekki að velta fyrir sér hvernig, eða hvað verði, í okkar nánustu framtíð.  Á liðnu flokksþingi okkar framsóknarmanna var m.a. velt fyrir sér framtíðinni og langar mig til að velta upp nokkrum punktum er þar komu fram. 
  • Hugarfarsbreyting hefur orðið og markviss aðlögun í áttina að bættu fjölskyldulífi gerir það að verkum að fjölskyldan, vinir og kunningjar skipa stærri sess í hugum fólks.  Íslendingar munu með hækkandi meðalaldri leggja æ fleiri meira upp úr heilbrigðu líferni og vellíðan með hreyfingu og hollu mataræði.  Íslenskir neytendur munu leggja meira áherslu á uppruna, hreinleika og gæði matvæla en verði þeirra.  Þá munu valkostir vinnunnar verða fjölbreyttari um leið og vinnuumhverfið þykir sveigjanlegt. 
 
  • Menning og listalíf blómstrar í landinu, enda auðugt menningarlíf eftirsótt og telst til stöðugt aukinna gæða fólks og samfélagsins í heild sinni.  Íslenska þjóðin er víðsýn og mun líta á ferðalög sem hluta sinna lífsgæða jafnt innanlands sem og út fyrir landsteinana.  Mikil uppbygging mun eiga sér stað í þjónustu við jaðra hálendisins og full sátt er í landinu um að þjónustustigi sé haldið lágu inni á sjálfu miðhálendinu. 
 
  • Íbúar á Íslandi verða orðnir 500.000 árið 2030.  Líklegt verður að telja að um 30% landsmanna eða 150.000 manns eigi sér annað móðurmál en íslensku.  Þéttbýli höfuðborgarsvæðisins hefur stækkað og hærra hlutfall landsmanna býr úti um landið.  Öll láglend héruð landsins eru í byggð.  Í dreifbýli er búsetuform fjölbreyttara en áður, ýmist á bújörðum, í frístundabyggð eða í öðrum húsum þeirra sem kjósa að halda heimili sitt utan þéttbýlis.  Búsetumunstur hefur tekið breytingum og margir eiga tvö heimili, annað í þéttbýli, en hitt í dreifbýli.  Margir eru líka með annan fótinn erlendis.
 
  • Flugsamgöngur eru góðar, sérstaklega við staði beggja vegna Atlantshafsins og taka á loft héðan á milli 40 og 50 farþegavélar dag hvern.  Vegna mikilla fjárfestinga í samgöngum og fjarskiptaneti er blómleg byggð og sterkir byggðakjarnar um land allt.
 
  • Menntunarstig þjóðarinnar er með því hæsta sem gerist.  Háskólum vex stöðugt ásmegin og þeir hafa á sér æ aukinn alþjóðlegan blæ.  Atvinnulífið er orðið mun virkari þátttakandi í menntun og fræðslu landsmanna á öllum skólastigum.
 
  • Atvinnuvegir eru fjölbreyttari en nokkru sinni áður og fjármálastarfsemi og hvers kyns sérfræðiráðgjöf eru mikilvægustu einstöku atvinnuvegir þjóðarinnar.  Landið er eftirsótt af ferðamönnum og slagar fjöldi þeirra upp undir 1 milljón á ári.  Tekjur þjóðarbúsins af ferðaþjónustunni eru miklar og fara ört vaxandi.
 
  • Auðlindanýting og sala á eftirsóttri endurnýjanlegri orku innanlands og til útlanda skilar jöfnum og góðum tekjum til sameiginlegra þarfa.  Ísland er sjálfbært varðandi öflun og nýtingu orku og jarðefnaeldsneyti í samgöngum verður í lágmarki og markmið í loftslagsmálum um „kolefnislaust“ Ísland er orðið að veruleika. Horft er til Íslands sem fyrirmyndar í nýtingu vistvænnar orku.
 Að þessu sögðu langar mig til að kalla eftir viðhorfum ykkar og skoðunum, hvernig verður Ísland árið 2030?  Það er trú mín að hér á Íslandi séu spennandi tímar framundan!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Hæ Agnes. Þú stendur þig vel, að vanda. Mig langar að bæta tvennu við þína fínu framtíðarsýn. Í fyrsta lagi held ég að við munum eiga fleiri stundir með fjölskyldunni vegna þess að við verðum farin að meta þær gæðastundir meira en jeppa og plasmaskjái. Í annan stað held ég að það verði betra veður!

Helga Sigrún Harðardóttir, 26.3.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband