Hrollur

Var að lesa góðan pistil eftir Pétur Gunnarsson hér á blogginu, en hann segir m.a.:

„Ég var að horfa á Steingrím Jóhann Sigfússon máta sig við forsætisráðherrahlutverkið í fyrsta skipti á almannafæri. Það var í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann kom með skrifaðan heimastíl  í fyrsta skipti árum saman við þetta tækifæri, fór með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, talaði landsföðurlega um gæfusama þjóð, sem kveður veturinn og gengur saman út í vorið. Þetta var einhvers konar áramótaávarp forsætisráðherra, gjörólíkt öllu því sem ég hef áður séð til Steingríms í ræðustól Alþingis.

Það liggur fyrir að ég er ekki helsti aðdáandi Steingríms en mér fannst hann ekki ná sér á strik í ábyrga landsföðurhlutverkinu. Hingað til hefur Steingrímur J. verið pottþétt skemmtiatriði í eldhúsdagsumræðum, talað það sem andinn blés honum í brjóst þar og þá, fljúgandi mælskur, rauður af reiði.

Það var rétt svo að það glitti í þann kappa sem maður kannast við í nokkrar sekúndur eða kannski hálfa mínútu í kvöld þegar hann skammaðist rétt aðeins út í ríkisstjórnina fyrir Írak, málefni RÚV og svikna vegaáætlun, kveinkaði sér undan ósanngjarnri gagnrýni og talaði um spunameistara.

Þá sleppti hönd hans aðeins taki á pontunni og hóf vísifingurinn reiðilega á loft. En það var bara í andartak, svo var eins og það rifjaðist upp fyrir Steingrími að hann var þarna kominn til að sýna þjóðinni hvernig hann tæki sig út sem forsætisráðherra. Höndin seig, greip um pontuna og Steingrímur J. Sigfússon fór að tala um gæfusama þjóð, veturinn og vorið."

En auðvitað eru Sjallar og Verðbólgu Grænir farnir að ræða saman um myndun næstu ríkisstjórnar, Steingrímur ætlar sér að selja sig dýrt, „hugsjónirnar“ munu fjúka út um gluggann á kosninganóttinni.  Við Íslenskri þjóð mun blasa á fyrsta degi, Steingrímur J. sem utanríkisráðherra, Ögmundur yrði iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Bjarnason menntamálaráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra. maður fær náttúrulega bara hroll við tilhugsina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Það er bara spurning hversu stór landflóttinn verður ef þessi maður kemst til áhrifa, það væri skelfilegt fyrir þjóðina.

Pétur Þór Jónsson, 15.3.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guð forði okkur frá þessari ráðherraskipan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Agnes Ásta
Agnes Ásta
er Garðbúi, Framsóknarmaður og United aðdáandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband